Heimsfaraldurinn hefur sett strik í reikninginn þegar kemur að ferðalögum í heiminum og í fyrrasumar má segja að ferðir Íslendinga til útlanda hafi nánast legið niðri en þá fóru 6% landsmanna til útlanda. Mikil breyting varð á þessu á nýliðnu sumri, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup, þegar einn af hverjum fjórum landsmönnum fór til útlanda. Það er þó enn langt frá því sem var fyrir faraldurinn en meira en helmingur landsmanna fór til útlanda síðustu sumur fyrir hann.

Ferðaðist þú eitthvað til útlanda í sumar?

Höfuðborgarbúar fóru mun frekar til útlanda í sumar en íbúar landsbyggðarinnar. Fólk með 550 þúsund krónur eða meira á mánuði í fjölskyldutekjur fór einnig frekar til útlanda en fólk með lægri tekjur.

Ferðaðist þú eitthvað til útlanda í sumar? (Greining)

Ferðalög innanlands

Aðeins færri landsmenn ferðuðust innanlands í sumar en í fyrrasumar en það gerðu þó meira en þrír af hverjum fjórum.

Ferðaðist þú eitthvað innanlands í sumar?

Fólk með meiri menntun en minni ferðaðist frekar innanlands.

Ferðaðist þú eitthvað innanlands í sumar? (Greining)

Gistinætur

Í fyrrasumar ferðuðust eins og áður segir færri en venjulega til útlanda, en þeir sem gerðu það gistu að meðaltali fleiri nætur erlendis en venjulegt er. Í sumar var fjöldi gistinátta þeirra sem ferðuðust til útlanda hins vegar 14 nætur sem er svipað og venjulega. Þeir sem ferðuðust innanlands í sumar gistu sömuleiðis álíka margar nætur að meðaltali á ferðalögum sínum og venjulega eða 10 nætur.

Meðalfjöldi gistinátta

Spurt var:

  • Ferðaðist þú eitthvað til útlanda í sumar?
  • Ferðaðist þú eitthvað innanlands í sumar?
  • Hversu margar nætur gistir þú samtals í útlöndum í sumar?
  • Hversu margar nætur gistir þú samtals á ferðalögum þínum innanlands í sumar?

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 7. til 18. október 2021. Heildarúrtaksstærð var 1.625 og þátttökuhlutfall var 51,1% Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.