Ríflega helmingur landsmanna ferðaðist til útlanda í sumar. Fyrir þremur árum lágu utanlandsferðir nánast niðri vegna heimsfaraldursins og árið eftir hafði hann enn mikil áhrif á þær. Í fyrrasumar fóru hins vegar þrír af hverjum fimm landsmönnum til útlanda. Hlutfallið er aðeins lægra í ár og hefur ekki verið lægra síðan fyrir átta árum ef frá eru talin árin sem heimsfaraldurinn geisaði.

mynd01_v01.PNG

Fólk milli fertugs og sextugs ferðaðist helst til útlanda í sumar og íbúar höfuðborgarsvæðisins frekar en landsbyggðarinnar. Fólk með háskólapróf og fólk með hærri fjölskyldutekjur ferðaðist einnig að jafnaði frekar til útlanda en fólk með minni menntun og lægri tekjur.

mynd02_v01.PNG

Tvö af hverjum þremur ferðuðust innanlands í sumar. Það er með færra móti miðað við síðustu ár en svipað og í fyrra.

mynd03_v01.PNG

Íbúar höfuðborgarsvæðisins ferðuðust frekar innanlands í sumar en íbúar landsbyggðarinnar. Fólk með meiri menntun og hærri fjölskyldutekjur ferðuðust að jafnaði frekar innanlands en fólk með minni menntun og lægri fjölskyldutekjur.

mynd04_v01.PNG

Fólk gisti að meðaltali 15 nætur á utanlandsferðum sínum en 9 nætur á ferðum sínum innanlands.

mynd05_v01.PNG

Spurt var:

  • Ferðaðist þú eitthvað til útlanda í sumar?
  • Ferðaðist þú eitthvað innanlands í sumar?
  • Hversu margar nætur gistir þú samtals í útlöndum í sumar?
  • Hversu margar nætur gistir þú samtals á ferðalögum þínum innanlands í sumar?

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 1. til 10. september 2023. Heildarúrtaksstærð var 1.697 og þátttökuhlutfall var 50,0%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Notkun á efni Þjóðarpúls Gallup og tilvitnun í það er heimil svo lengi sem heimilda er getið.

Útgefið af: Gallup - Lynghálsi 4, 110 Reykjavík. Sími: 540 1200. Netfang: sigrun.drifa@gallup.is.

Umsjón með útgáfu: Sigrún Drífa Jónsdóttir.

Ábyrgðarmaður: Jóna Karen Sverrisdóttir © Íslenskar markaðsrannsóknir 1993. © Gallup á Íslandi 2015. Allur réttur áskilinn.