Fyrirtæki ársins 2019 hafa verið valin út frá niðurstöðum árlegrar könnunar sem Gallup framkvæmir fyrir VR. Markmið könnunarinnar er að afla upplýsinga um viðhorf starfsmanna til síns vinnustaðar en könnunin er einnig vettvangur starfsmanna til að segja stjórnendum hvað er vel gert og hvað megi betur fara. Niðurstöðurnar voru kynntar í fjölmennri móttöku á Hilton Nordica hóteli í gær. Fyrirtæki ársins 2019 eru fimmtán talsins, fimm í hverjum stærðarflokki:

  • Fyrirtæki ársins 2019 í hópi stórra fyrirtækja, þar sem starfsmenn eru 70 eða fleiri, eru LS Retail, Nordic Visitor, PwC, Sjóvá og Vörður tryggingar.
  • Fyrirtæki ársins 2019 í hópi millistórra fyrirtækja, þar sem starfsmenn eru 30 til 69 eru Cyren, dk hugbúnaður, Tengi, Toyota á Íslandi og TRS.
  • Fyrirtæki ársins 2019 í hópi lítilla fyrirtækja, þar sem starfsmenn eru færri en 30, eru Attentus – mannauður og ráðgjöf, Bókhald og uppgjör, Egill Árnason, Eirvík og Microsoft Ísland.

Að auki fengu fimmtán fyrirtæki í hverjum stærðarflokki titilinn Fyrirmyndarfyrirtæki 2019. Gallup óskar öllum þessum glæsilegu fyrirtækjum til hamingju með árangurinn með ósk um áframhaldandi góða vinnu í mannauðsmálum.

Skýrsla og yfirferð með sérfræðingum Gallup

Fyrirtækjum sem tóku þátt í Fyrirtæki ársins 2019 býðst að kaupa ítarlega skýrslu sem inniheldur meðal annars samanburð við önnur fyrirtæki og breytingar á útkomu milli ára. Mikilvægt er að bregðast við niðurstöðum og vinna með þær. Því bjóðum við hjá Gallup fyrirtækjum sem kaupa skýrslu fund með sérfræðingum til að fara yfir niðurstöður, þeim að kostnaðarlausu. Kaupa skýrslu hér:https://bit.ly/2Vu2YNT

Nánari upplýsingar um Fyrirtæki ársins eru á www.vr.is

Mynd: Birgir Ísleifur Gunnarsson