Gallup óskar eftir að ráða öflugan liðsmann. Í boði er spennandi starf við að veita viðskiptavinum framúrskarandi þjónustu á sviði markaðs- og viðhorfsrannsókna.

Starfssvið:

 • Öflun nýrra viðskiptavina og verkefna
 • Þjónusta og samskipti við viðskiptavini
 • Hönnun rannsókna og verkefnastjórnun
 • Kynning og túlkun niðurstaðna sem og önnur eftirfylgni
 • Þróun rannsóknaraðferða og mælitækja

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfinu
 • Reynsla / þekking á sviði rannsókna
 • Reynsla / þekking á sviði markaðsmála
 • Mjög góð kunnátta í íslensku og ensku

Viðkomandi þarf einnig að:

 • Hafa mikla þjónustulund
 • Eiga gott með að vinna sjálfstætt og með öðrum
 • Eiga auðvelt með að tala fyrir framan hóp
 • Vera metnaðarfull(ur)
 • Búa yfir miklu frumkvæði

Umsóknarfrestur er til og með 11. júní 2018

Umsókn ásamt kynningarbréfi og ferilskrá skal senda á Ragnheiði Dagsdóttir hjá Capacent ráðningum, ragnheidur.dagsdottir@capacent.is