Þann 6. nóvember næstkomandi verður Heilbrigðisráðstefna Gallup haldin í Hörpu í samstarfi við Nox medical, VIRK starfsendurhæfingarsjóð, Íslandsbanka og Lyfju. Á ráðstefnunni verða niðurstöður Heilbrigðiskönnunar Gallup kynntar, en könnunin varpar ljósi á hvernig við Íslendingar metum heilsu okkar, með áherslu á hreyfingu, andlega heilsu, svefn og næringu.

Í kjölfarið munu samstarfsaðilar Gallup kynna hvernig þau horfa til framtíðar varðandi þessa heilsuþætti.

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra ávarpar ráðstefnuna og ráðstefnustjóri er Arna Frímannsdóttir frá Gallup.