Ríflega tveir af hverjum þremur landsmönnum eru ósammála því að hópuppsögn starfsfólks á skrifstofu Eflingar hafi verið réttlætanleg samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Nær fimmtungur er sammála því og 13% segjast hvorki sammála né ósammála.

Ertu sammála því að hópuppsögn starfsfólks á skrifstofu Eflingar sé réttlætanleg?

Fólk yfir sextugu er frekar sammála því en yngra fólk að hópuppsögn starfsfólks á skrifstofu Eflingar hafi verið réttlætanleg. Fólk með minni menntun er líklegra til að vera sammála því en fólk með meiri menntun að baki. Fólk með fjölskyldutekjur undir 550 þúsund krónum á mánuði er sömuleiðis frekar sammála því en þau sem hafa hærri fjölskyldutekjur. Þau sem kysu Flokk fólksins ef kosið yrði til Alþingis í dag eru helst sammála því að uppsögnin hafi verið réttlætanleg en þau sem kysu Framsóknarflokk eða Sjálfstæðisflokk eru helst ósammála því.

Ertu sammála því að hópuppsögn starfsfólks á skrifstofu Eflingar sé réttlætanleg?- greining

Spurt var:

  • Ertu sammála eða ósammála því að hópuppsögn starfsfólks á skrifstofu Eflingar sé réttlætanleg?

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 23. til 27. apríl 2022. Heildarúrtaksstærð var 1.669 og þátttökuhlutfall var 52,7%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.