Þann 22. nóvember næstkomandi verður morgunverðarfundurinn INNSÝN Í MANNAUÐINN haldinn á vegum Gallup í sal H&I á Hilton Reykjavík Nordica. Á fundinum verða kynntar glóðvolgar niðurstöður úr nýrri könnun meðal mannauðsstjóra á Íslandi og veitt innsýn í mannauðsverkefni sem Gallup er að vinna með Landsvirkjun, Sjóvá og Meniga.

Hildur Jóna Bergþórsdóttir, frá Landsvirkjun, fjallar um innleiðingu nýrrar nálgunar í starfsmannasamtölum hjá fyrirtækinu og hvernig þau tengjast lykilmælikvörðum í stjórnendamati og vinnustaðargreiningu.

Auður Daníelsdóttir mun segja frá áhrifum styrkleikaþjálfunar stjórnenda hjá Sjóvá og hvernig unnið hefur verið með styrkleika einstaklinga og teyma til að ná fram því besta í hverjum og einum.

Þórhildur Birgisdóttir og Viggó Ásgeirsson fara yfir hvernig stjórnendaþjálfun hjá Meniga hefur verið háttað, hvernig sú vinna hefur styrkt hópinn og nýst stjórnendum í starfi.