Ríflega 63% eru andvíg því að lækka kosningaaldur úr 18 árum í 16 ár en tæplega 18% eru hlynnt því. Nær 19% eru hvorki hlynnt né andvíg því.

TotalResult_v01.PNG

Fólk er hlynntara lækkun kosningaaldurs eftir því sem það er yngra. Nær 36% fullorðinna undir þrítugu eru hlynnt henni en 8% fólks sextugt og eldra. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntari lægri kosningaaldri en íbúar landsbyggðarinnar og fólk er almennt hlynntara lækkun kosningaaldurs eftir því sem fjölskyldutekjur eru lægri. Þau sem kysu Viðreisn eða Sósíalistaflokk Íslands eru hlynntust lækkun kosningaaldurs en þau sem kysu Miðflokkinn eru andvígust henni.

greiningar_v01.PNG


Spurt var:
Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að lækka kosningaaldur úr 18 árum í 16 ár?

Nánari upplýsingar um Þjóðarpúls Gallup