Þrír af hverjum fjórum landsmönnum eru hlynntir veru Íslands í NATO en minna en einn af hverjum tíu andvígur. Þetta er svipað hlutfall og fyrir um tveimur áratugum.

Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) veru Íslands í NATO

ESB

Hátt í helmingur landsmanna er hlynntur aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB) en þriðjungur mótfallinn. Fleiri eru hlynntir aðild nú en þegar spurt var fyrir átta árum síðan.

Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)

Spurt var:

  • Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) veru Íslands í NATO?
  • Ert þú hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðild Íslands að Evrópusambandinu (ESB)

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 3. til 7. mars 2022. Heildarúrtaksstærð var 1.780 og þátttökuhlutfall var 50,1%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Nánari upplýsingar um Þjóðarpúls Gallup