Ríflega 87% landsmenn telja að illa hafi verið staðið að útboði og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðastliðnum mánuði samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Rúmlega 6% telja að vel hafi verið staðið að sölunni og sama hlutfall hvorki vel né illa.

Hversu vel eða illa telur þú að staðið hafi verið að útboði og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðastliðnum mánuði?

Karlar eru líklegri en konur til að telja vel hafa verið staðið að sölunni og fólk yfir sextugu líklegra en yngra fólk. Þau sem hafa háskólapróf eru líklegri til að telja hafa verið illa staðið að sölunni en þau sem hafa minni menntun að baki. Ríflega fjórðungur þeirra sem kysu Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag telja að vel hafi verið staðið að sölunni á móti um 1-6% þeirra sem kysu aðra flokka.

Hversu vel eða illa telur þú að staðið hafi verið að útboði og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðastliðnum mánuði?  - Greining

Á rannsóknarnefnd að gera úttekt á sölunni?

Nær þrjú af hverjum fjórum telja að skipa eigi rannsóknarnefnd á vegum Alþingis með rýmri rannsóknarheimildir til að gera úttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á meðan rúmlega fjórðungur telur nægilegt að Ríkisendurskoðun geri úttekt á sölunni.

2022-05-03 Telur þú nægilegt að Ríkisendurskoðun geri úttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka eða telur þú að skipa eigi rannsóknarnefnd á vegum Alþingis með rýmri rannsóknarheimildir til að gera úttekt á sölunni?

Konur telja frekar en karlar að skipa eigi rannsóknarnefnd til að gera úttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. Fólk með fjölskyldutekjur undir 550 þúsund kr. á mánuði telur það einnig frekar en fólk með hærri fjölskyldutekjur. Aðeins rúmlega fjórðungur þeirra sem kysu Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú telja að skipa eigi rannsóknarnefnd til að taka út söluna á meðan 68-97% þeirra sem kysu aðra flokka telja það.

2022-05-03 Telur þú nægilegt að Ríkisendurskoðun geri úttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka eða telur þú að skipa eigi rannsóknarnefnd á vegum Alþingis með rýmri rannsóknarheimildir til að gera úttekt á sölunni? - greining

Voru lög brotin?

Hátt í sjö af hverjum tíu sem taka afstöðu telja að lög hafi verið brotin við sölu á hlut ríkisins í bankanum á meðan rösklega þrír af hverjum tíu telja ekki að lög hafi verið brotin. Innan við sex af hverjum tíu tóku afstöðu til spurningarinnar.

Telur þú að lög hafi verið brotin við sölu á hlut ríkisins í bankanum eða ekki?

Konur telja frekar en karlar að lög hafi verið brotin við sölu á hlut ríkisins í bankanum. Þau sem hafa undir milljón á mánuði í fjölskyldutekjur eru líklegri til að telja lög hafa verið brotin en þau sem hafa hærri fjölskyldutekjur. Aðeins ríflega 23% þeirra sem kysu Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú telja lög hafa verið brotin við söluna á meðan 59-91% þeirra sem kysu aðra flokka telja það.

Nær 10% þeirra sem telja að vel hafi verið staðið að sölunni telja samt að lög hafi verið brotin við hana og nær 22% þeirra sem telja nægilegt að Ríkisendurskoðun geri úttekt á sölunni telja samt að lög hafi verið brotin við hana.

Telur þú að lög hafi verið brotin við sölu á hlut ríkisins í bankanum eða ekki ? - greining.

Voru viðhafðir óeðlilegir viðskiptahættir?

Ríflega 88% telja að óeðlilegir viðskiptahættir hafi verið viðhafðir við sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka á meðan nær 12% telja ekki að sú hafi verið raunin.

Telur þú að óeðlilegir viðskiptahættir hefi verið viðhafðir við sölu á hlut ríkisins í bankanum eða ekki.?

Konur telja frekar en karlar að óeðlilegir viðskiptahættir hafi verið viðhafðir við sölu á hlut ríkisins í bankanum. Fólk milli þrítugs og sextugs er sömuleiðis heldur líklegra til að telja það en þau sem yngri eða eldri eru, og fólk með meiri menntun en minni er líklegra til að telja það. Aðeins 59% þeirra sem kysu Sjálfstæðisflokkinn telja að óeðlilegir viðskiptahættir hafi verið viðhafðir á móti 89-99% þeirra sem kysu aðra flokka.

Nær 22% þeirra sem telja að vel hafi verið staðið að sölunni telja samt að óeðlilegir viðskiptahættir hafi verið viðhafðir og nær 61% þeirra sem telja nægilegt að Ríkisendurskoðun geri úttekt á sölunni telja samt að óeðlilegir viðskiptahættir hafi verið viðhafðir við hana.

Telur þú að óeðlilegir viðskiptahættir hafi verið viðhafðir við sölu á hlut ríkisins í bankanum eða ekki? - greining

Spurt var:

  • Hversu vel eða illa telur þú að staðið hafi verið að útboði og sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka í síðastliðnum mánuði?
  • Telur þú nægilegt að Ríkisendurskoðun geri úttekt á sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka eða telur þú að skipa eigi rannsóknarnefnd á vegum Alþingis með rýmri rannsóknarheimildir til að gera úttekt á sölunni?
  • Telur þú að lög hafi verið brotin við sölu á hlut ríkisins í bankanum eða ekki?
  • Telur þú að óeðlilegir viðskiptahættir hafi verið viðhafðir við sölu á hlut ríkisins í bankanum eða ekki? / Telur þú að eðlilegir viðskiptahættir hafi verið viðhafðir við sölu á hlut ríkisins í bankanum eða ekki?

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 23. til 27. apríl 2022. Heildarúrtaksstærð var 1.669 og þátttökuhlutfall var 52,7%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.