Rúmlega 9 af hverjum 10 Íslendingum 18 ára og eldri nota Facebook samkvæmt samfélagsmiðlamælingu Gallup í maí 2017. Nokkur aukning hefur orðið í notkun á Snapchat og Instagram en fyrir ári síðan notuðu 58% Snapchat og 40% Instagram.

Á myndinni má sjá hlutfall Íslendinga sem nota hver miðil fyrir sig en almennt er yngra fólk líklegra til að nota samfélagmiðla en þeir sem eldri eru.

Notkun á samfélagsmiðlum 2017

Samfélagsmiðlamæling Gallup er gerð tvisvar sinnum á ári (maí/nóv). Hægt er að kaupa skýrslu með ítarlegri greiningu sem veitir góða innsýn í samfélagsmiðlanotkun Íslendinga og svarar m.a. spurningum eins og:

  • Hvaða samfélagsmiðla er fólk að nota?
  • Hversu virkir eru Íslendingar á hinum ýmsu samfélagsmiðlum?
  • Hversu mikilvægir eða lítilvægir eru viðkomandi samfélagsmiðlar í huga fólks?
  • Hvað er fólk fylgja mörgum fyrirtækjum á samfélagsmiðlum og skiptir það fólk máli að geta haft samband við þau í gegnum samfélagsmiðla?

Frekari upplýsingar um Samfélagsmiðlamælingu Gallup, framkvæmd könnunar og skýrslu, gefur sviðsstjóri markaðsrannsókna Ólafur Elínarson olafur.elinarson@gallup.is