Hart nær 58% landsmanna styðja verkfallsaðgerðir Kennarasambands Íslands að miklu eða öllu leyti á meðan þrjú af hverjum tíu styðja þær að litlu eða engu leyti.
Konur styðja verkfallsaðgerðir frekar en karlar. Fólk undur þrítugu styður þær helst en fólk milli fimmtugs og sextugs síst. Fólk með háskólapróf styður þær frekar en fólk með minni menntun. Þá er Samfylkingarfólk líklegast til að styðja verkfallsaðgerðir og Miðflokksfólk ólíklegast.