Gallup veitti Umhyggju styrk að upphæð 150.000 kr. nú á dögunum. Fyrir stuttu gerði Gallup könnun þar sem þátttakendur fengu gjafabréf að launum fyrir þátttöku sína en gátu valið að andvirði gjafabréfsins rynni til Umhyggju í staðinn. Fjöldi þátttakenda ákvað að ánafna sinni umbun til Umhyggju og er styrkurinn veittur fyrir hönd þessara þátttakenda. Það er von okkar að styrkurinn komi að góðum notum hjá félaginu.

Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra. Í félaginu starfa foreldrar langveikra barna og fagfólk innan heilbrigðiskerfisins.

Á myndinni má sjá Sóleyju Valdimarsdóttur hjá Gallup afhenda Árnýju Ingvarsdóttur styrkinn.