Nær 19% fullorðinna Íslendinga segjast almennt finna fyrir miklum umhverfiskvíða, en með umhverfiskvíða (eco anxiety) er átt við kvíða sem tengist neikvæðum umhverfisáhrifum af mannavöldum, eins og mengun eða loftlagsbreytingum. Fleiri segjast hins vegar almennt finna fyrir litlum umhverfiskvíða, eða rúmlega 61%, og fimmtungursegist hvorki finna fyrir miklum né litlum umhverfiskvíða.

Landsmenn finna fyrir marktækt minni umhverfiskvíða nú en þegar spurt var fyrir þremur árum. Þá fann fimmtungurfyrir miklum umhverfiskvíða og tæplega 56% fyrir litlum.

Hlutfall þeirra sem finna almennt fyrir umhverfiskvíða

Þess má geta að ríflega helmingurlandsmanna hefur áhyggjur af þeim afleiðingum sem loftslagsbreytingar geta haft á þá og fjölskyldur þeirra samkvæmt umhverfiskönnun Gallup sem var gerð á síðast ári. Hlutfallið hefur verið svipað síðustu ár en var hærra árin 2017-18. Þar kemur einnig fram að nær 74% hafa nokkrar eða miklar áhyggjur af hlýnun jarðar. Það hlutfall var aðeins hærra síðustu ár.

Konur finna frekar fyrir miklum umhverfiskvíða en karlar, og yngra fólk frekar en eldra. Íbúar höfuðborgarsvæðisins finna frekar fyrir miklum umhverfiskvíða en íbúar landsbyggðarinnar. Mikill munur er eftir því hvaða flokk fólk kysi til Alþingis. Flestir finna fyrir miklum umhverfiskvíða meðal þeirra sem kysu Pírata, eða rúmlega 46%, en fæstir meðal þeirra sem kysu Miðflokkinn, en enginn þeirra sem sögðust myndu kjósa flokkinn finnur fyrir umhverfiskvíða.

Hlutfall þeirra sem finna almennt fyrir umhverfiskvíða - greining.JPG

Spurt var:

  • Myndir þú segja að þú finnir almennt fyrir umhverfiskvíða eða ekki?

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 3. til 13. febrúar 2023. Heildarúrtaksstærð var 1.695 og þátttökuhlutfall var 50,7%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.