Traust til þjóðkirkjunnar

Um 28% þeirra sem taka afstöðu bera mikið eða fullkomið traust til þjóðkirkjunnar. Hlutfallið hefur aðeins einu sinni verið jafn lágt síðan mælingar hófust fyrir nær aldarfjórðungi. Nær 39% bera hins vegar lítið eða ekkert traust til þjóðkirkjunnar og þriðjungur hvorki mikið né lítið.

mynd01_v01.PNG

mynd02_v01.PNG

Konur bera meira traust til þjóðkirkjunnar en karlar og fólk ber meira traust til hennar eftir því sem það er eldra. Íbúar landsbyggðarinnar bera meira traust til hennar en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Þau sem kysu Framsóknarflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn eða Flokk fólksins ef kosið yrði til Alþingis í dag bera einna mest traust til þjóðkirkjunnar. Þau sem kysu Sósíalistaflokk Íslands bera hins vegar minnst traust til hennar.

mynd03_v01.PNG

Biskup Íslands

Tæplega 11% þeirra sem taka afstöðu eru ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups. Það er minnsta ánægja með störf biskups Íslands síðan mælingar hófust fyrir rúmum aldarfjórðungi. Ríflega 41% er óánægt með störf biskups og nær 48% eru hvorki ánægð né óánægð.

mynd04_v01.PNG

mynd05_v01.PNG

Konur eru ánægðari með störf biskups en karlar og eldra fólk er ánægðara með þau en yngra. Þau sem kysu Vinstri græn ef kosið yrði til Alþingis nú eru ánægðust með störf biskups en þau sem kysu Sósíalistaflokk Íslands óánægðust.

mynd06_v01.PNG

Aðskilnaður ríkis og kirkju

Rúmlega 55% þeirra sem taka afstöðu eru hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju og hefur hlutfallið verið á því róli síðasta áratug. Um 19% eru andvíg aðskilnaði og nær 26% eru hvorki hlynnt né andvíg aðskilnaði ríkis og kirkju.

mynd07_v01.PNG

mynd08_v01.PNG

Fólk er að jafnaði hlynntara aðskilnaði ríkis og kirkju eftir því sem það er yngra og eftir því sem það hefur meiri menntun. Þau sem kysu Sósíalistaflokk Íslands eru hlynntust aðskilnaði ríkis og kirkju.

mynd09_v01.PNG

Spurt var:

  • Hversu mikið eða lítið traust berð þú til Þjóðkirkjunnar?
  • Ertu ánægð(ur) eða óánægð(ur) með störf Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands?
  • Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðskilnaði ríkis og kirkju?

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 1. til 10. september 2023. Heildarúrtaksstærð var 1.697 og þátttökuhlutfall var 50,0%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Notkun á efni Þjóðarpúls Gallup og tilvitnun í það er heimil svo lengi sem heimilda er getið.

Útgefið af: Gallup - Lynghálsi 4, 110 Reykjavík. Sími: 540 1200. Netfang: sigrun.drifa@gallup.is.

Umsjón með útgáfu: Sigrún Drífa Jónsdóttir.

Ábyrgðarmaður: Jóna Karen Sverrisdóttir © Íslenskar markaðsrannsóknir 1993. © Gallup á Íslandi 2015. Allur réttur áskilinn.