Rúmlega 47% þeirra sem taka afstöðu bera mikið traust til þjóðkirkjunnar á móti 22% sem bera lítið traust til hennar. Um þrír af hverjum tíu segjast hvorki bera mikið né lítið traust til hennar. Rúmlega 4% taka ekki afstöðu.
Biskup Íslands
Næstum 57% þeirra sem taka afstöðu eru ánægð með störf Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskups Íslands, á móti rúmlega 11% sem eru óánægð með þau. Rúmlega 32% segjast hvorki ánægð né óánægð með þau. Nær 15% taka ekki afstöðu.
Aðskilnaður ríkis og kirkju
Nær 48% þeirra sem taka afstöðu eru hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju á móti rúmlega 28% sem eru andvíg honum en 24% segjast hvorki hlynnt né andvíg. Um 7% taka ekki afstöðu.
Nánari upplýsingar og ítarlegri niðurstöður má finna hér



