Þriðjungur Íslendinga ber mikið traust til þjóðkirkjunnar en það er tíu prósentustigum lægra hlutfall en í fyrra. Rúmlega 28% bera hvorki mikið né lítið traust til þjóðkirkjunnar en nær 39% bera lítið traust til hennar.

Traust til kirkjunnar

Íbúar landsbyggðarinnar bera meira traust til kirkjunnar

Eldra fólk ber meira traust til kirkjunnar en yngra, og íbúar landsbyggðarinnar meira en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Einnig er munur á trausti fólks eftir fjölskyldutekjum og loks er munur eftir því hvað fólk kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag, en traustið er mest hjá þeim sem kysu Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn.*

Traust til kirkjunnar greining

Ánægja með störf biskups ekki mælst jafn lág

Ánægja með störf Agnesar M. Sigurðardóttur, biskups Íslands, minnkar talsvert frá því í fyrra en tæplega 14% eru nú ánægð með störf biskups. Ánægjan hefur ekki mælst jafn lág á þeim rúmum tveimur áratugum sem hún hefur verið mæld. Rúmlega 42% eru hvorki ánægð né óánægð með störf biskups og 44% eru óánægð með störf hans.

Ánægja með störf biskups

Kjósendur Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna ánægðastir með störf biskups

Konur eru ánægðari með störf Agnesar en karlar og íbúar landsbyggðarinnar ánægðari en íbúar höfuðborgarsvæðisins. Það er einnig munur á viðhorfum til starfa biskups eftir því hvað fólk kysi til Alþingis ef kosið yrði í dag, en þeir sem kysu Sjálfstæðisflokkinn eða Vinstri græn eru ánægðastir með störf hans.

Ánægja með störf biskups_greining

Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju.

Meirihluti Íslendinga er hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju. Viðhorf fólks til aðskilnaðar er þó nær óbreytt frá mælingum undanfarinna ára þrátt fyrir að breytingar hafi orðið á trausti til kirkjunnar og ánægju með störf biskups. Nær 54% eru hlynnt aðskilnaði ríkis og kirkju, nær 23% hvorki hlynnt né andvíg og rúmlega 23% eru andvíg aðskilnaði.

Aðskilnaður ríkis og kirkju

Karlar eru hlynntari aðskilnaði ríkis og kirkju en konur, og yngra fólk er hlynntara honum en eldra fólk. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntari aðskilnaði en íbúar landsbyggðarinnar, og fólk með háskólapróf er hlynntara honum en þeir sem hafa minni menntun að baki. Loks er munur á viðhorfum fólks eftir því hvað það kysi ef kosið yrði til Alþingis í dag en þeir sem kysu Pírata eru hlynntastir aðskilnaði ríkis og kirkju.

Aðskilnaður ríkis og kirkju_greining

Spurt var:

  • Hversu mikið eða lítið traust berð þú til Þjóðkirkjunnar?
  • Ertu ánægð(ur) eða óánægð(ur) með störf Agnesar M.
  • Sigurðardóttur, biskups Íslands?
  • Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) aðskilnaði ríkis og kirkju?

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem gerð var dagana 20. september– 2. október 2018. Þátttökuhlutfall var 56,4%, úrtaksstærð 1.423 einstaklingur. Einstaklingarnir voru 18 ára eða eldri af öllu landinu, valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup.

Nánari upplýsingar um Þjóðarpúls Gallup