Umhverfisráðstefna Gallup og samstarfsaðila fór fram í Norðurljósasal Hörpu þann 19. febrúar síðastliðinn, þriðja árið í röð. Á ráðstefnunni kynnti Ólafur Elínarson, sviðsstjóri markaðsrannsókna Gallup, helstu niðurstöður Umhverfiskönnunar Gallup 2020. Heildarniðurstöður könnunarinnar og upptökur af öllum fyrirlestrum dagsins má finna hér.

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, ávarpaði ráðstefnuna og samstarfsaðilar fluttu örfyrirlestra. Ráðstefnustjóri var Arna Frímannsdóttir.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru:

Reykjavíkurborg - Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri
Landsvirkjun - Jóna Bjarnadóttir, forstöðumaður umhverfis og auðlinda
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum
Arion banki - Hlédís Sigurðardóttir, verkefnastjóri samfélagsábyrgðar
Icelandair Hotels - Erla Ósk Ásgeirsdóttir, forstöðumaður starfsmanna- og gæðasviðs
Krónan - Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri
Umhverfisstofnun - Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri