Umhverfisráðstefna Gallup og samstarfsaðila fór fram í Norðurljósasal Hörpu þann 22. mars síðastliðinn, fimmta árið í röð. Á ráðstefnunni kynnti Arna Frímannsdóttir, sérfræðingur hjá Gallup, helstu niðurstöður Umhverfiskönnunar Gallup 2022. Heildarniðurstöður könnunarinnar og upptökur af öllum fyrirlestrum dagsins má finna hér.

Formaður Loftslagsráðs, Halldór Þorgeirsson, ávarpaði ráðstefnuna og samstarfsaðilar fluttu örfyrirlestra. Ráðstefnustjóri var Heiður Hrund Jónsdóttir.

Fyrirlesarar á ráðstefnunni voru:

Orkustofnun - Halla Hrund Logadóttir, orkumálastjóri
Vínbúðin - ÁTVR - Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi - Hildur Hauksdóttir, sérfræðingur í umhverfismálum
Landsvirkjun - Jóhanna Hlín Auðunsdóttir, forstöðumaður loftslags- og umhverfisdeildar
Sjóvá - Halldóra Ingimarsdóttir, sérfræðingur í markaðsdeild
Umhverfisstofnun - Elva Rakel Jónsdóttir, sviðsstjóri á sviði loftslagsmála og græns samfélags
Hopp Reykjavík- Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri

Ráðstefnan og könnunin voru unnin í samstarfi við:

Samstarfsaðilar