Það er mikilvægur þáttur í starfsemi Viðhorfahóps Gallup að styðja við góð málefni. Á dögunum veitti Gallup, fyrir hönd þátttakenda í Viðhorfahópnum, þrjá styrki til eftirfarandi samtaka og er það von okkar að þeir komi að góðum notum.

Aflið

Aflið eru samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi.

Aflid.png

Mynd: Vigdís Rafnsdóttir hjá Gallup á Akureyri og Elín Björg Ragnarsdóttir, formaður stjórnar Aflsins.

ABC barnahjálp

ABC barnahjálp, er íslenskt hjálparstarf sem snýst um að gefa fátækum börnum tækifæri til menntunar.

ABC.png

Mynd: Laufey Birgisdóttir, framkvæmdastjóri ABC barnahjálpar og Vilborg Helga Harðardóttir hjá Gallup.

BUGL gjafasjóður

BUGL gjafasjóður, styður við börn og fjölskyldur þeirra sem þurfa að nýta sér þjónustu Barna- og unglingageðdeildar LSH.

Bugl.png

Mynd: Sigurveig Sigurjónsdóttir Mýrdal, hjúkrunardeildarstjóri, Soffía Erla Einarsdóttir, verkefnastjóri BUGL og Vilborg Helga Harðardóttir hjá Gallup.

Nánar um Viðhorfahóp Gallup