Samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup eru hátt í þrír af hverjum fjórum ánægðir með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands, eða tæplega 73%, en nær einn af hverjum tíu er óánægður.

Ánægja með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands

Ánægja landsmanna er talsvert meiri en þegar spurt var um störf Ólafs Ragnars Grímssonar á sínum tíma.

Samanburður á ánægju með störf Guðna Th. Jóhannessonar og Ólafs Ragnars Grímssonar

Greining á niðurstöðum

Konur eru ánægðari með störf Guðna en karlar. Einnig kemur fram munur eftir aldri en fólk er að jafnaði líklegra til að vera óánægt með störf Guðna eftir því sem það er eldra. Fólk með meiri menntun en minni er almennt ánægðara með störf Guðna og einnig kemur fram munur eftir fjölskyldutekjum, en tekjulægsti hópurinn er síst ánægður með Guðna. Mikill munur er á svörum fólks eftir því hvað það kysi til Alþingis. Nær 95% þeirra sem kysu Samfylkinguna eru ánægð með störf Guðna en 17% þeirra sem kysu Miðflokkinn.

Ítarleg greining á niðurstöðum við spurningunni um hversu ánægðir landsmenn eru með störf Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands

Spurt var:

  • „ Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með störf Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands?"

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 12. til 24. nóvember 2021. Heildarúrtaksstærð var 1.646 og þátttökuhlutfall var 51,2%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.