Tiltölulega fáir hafa orðið fyrir miklum áhrifum af verkfalli Eflingar. Nær þriðjungur Reykvíkinga segist ekki hafa orðið fyrir neinum áhrifum af því og rúmlega 37% segjast hafa orðið fyrir litlum áhrifum. Nær 19% hafa hins vegar orðið fyrir nokkrum áhrifum og tæplega 12% miklum áhrifum. Meðal íbúa nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur og annarra sveitarfélaga á landinu hafa ríflega 8 af hverjum tíu ekki orðið fyrir neinum áhrifum, nær 14% litlum áhrifum og ríflega 5% nokkrum eða miklum áhrifum.

Áhrif verkfalls Eflingar í Reykjavík eftir menntun

Þeir Reykvíkingar sem hafa meiri menntun að baki telja sig frekar hafa orðið fyrir áhrifum af verkfallsaðgerðunum en þeir sem hafa minni menntun.

Áhrif verkfalls Eflingar eftir menntun

Stuðningur

Verkfallsaðgerðir Eflingar njóta almennt stuðnings almennings. Hátt í þriðjungur Reykvíkinga styður þær að öllu leyti og ríflega fjórðungur að miklu leyti. Nær 15% styðja þær hins vegar að litlu leyti og hátt í 12% alls ekki. Um 16% segjast hvorki styðja þær né ekki. Stuðningurinn er aðeins minni hjá íbúum nágrannasveitarfélaga Reykjavíkur, en meðal þeirra styðja tæplega 18% aðgerðir Eflingar að öllu leyti og um fjórir af hverjum tíu styðja þær að litlu eða engu leyti. Íbúar landsbyggðarinnar eru hlutlausari en ríflega fjórðungur þeirra segist hvorki styðja aðgerðirnar né ekki styðja þær.

Stuðningur við verkfall Eflingar eftir sveitarfélögum

Stuðningur við verkfallsaðgerðir Eflingar er minni meðal þeirra Reykvíkinga sem hafa meiri menntun að baki en þeirra sem hafa minni menntun, og stuðningurinn er minni meðal þeirra Reykvíkinga sem hafa milljón á mánuði eða meira í fjölskyldutekjur en þeirra sem hafa lægri fjölskyldutekjur. Stuðningurinn er þó ekki mestur meðal þeirra sem hafa lægstar fjölskyldutekjur.

Reykvíkingar

Stuðningur við verkfallsaðgerðir Eflingar eftir menntun

Spurt var:

  • Styður þú verkfallsaðgerðir Eflingar eða styður þú þær ekki?
  • Hefur þú orðið fyrir miklum, nokkrum, litlum eða engum áhrifum vegna verkfalls Eflingar?

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem gerð var dagana 24. febrúar - 2. mars 2020. Þátttökuhlutfall var 54,0%, úrtaksstærð 1.573 einstaklingar 18 ára eða eldri af öllu landinu valdir af handahófi úr Viðhorfahópi Gallup.