Ferðamannapúlsinn í mældist 85,8 stig af 100 stigum mögulegum í janúar og febrúar sem er hæsta mæling frá því í júní 2016 þegar Ferðamannapúlsinn mældist 85,9 stig. Ferðamannapúlsinn mældist enn fremur 3,8 stigum hærri nú í febrúar í samanburði við sama tíma í fyrra.

FMP jan og feb mynd1.jpg

Ferðamenn frá Norður Ameríku og Bretlandseyjum ánægðastir

Ef helstu markaðssvæði ferðaþjónustunnar á Íslandi eru skoðuð má sjá að Ferðamannapúlsinn mældist hæstur meðal ferðamanna frá Norður Ameríku (88,0 stig) og Bretlandseyjum (87,6 stig) í janúar og febrúar 2019, en minnst ánægja mældist meðal ferðamanna frá Asíu (81,8) og Norðurlöndunum (81,2).

FMP jan og feb 2019 mynd2.jpg

Ferðamenn ánægðari með verðlagið

Ferðamannapúlsinn er metinn út frá fimm undirþáttum: heildaránægju með ferðina, líkum á að mæla með Íslandi sem áfangastað, skynjun á gestrisni Íslendinga, hvort að ferðin hafi uppfyllt væntingar og hvort að ferðin hafi verið peninganna virði. Mat ferðamanna á hvort að væntingar þeirra fyrir ferðina hefðu verið uppfylltar mældist 82,8 stig í febrúar og er það hæsta mæling frá upphafi. Í janúar mældist gestrisni Íslendinga 87,7 stig og líkur á meðmælum 92,9 stig og eru það einnig hæstu mælingar frá upphafi. Ferðamannapúlsinn bendir því til að ferðaþjónustuárið hafi farið mjög vel af stað þessa fyrstu tvo mánuði ársins 2019.

FMP jan og feb mynd3.jpg

* Ferðamannapúlsinn er samstarfsverkefni Isavia, Ferðamálastofu og Gallup og byggja mælingar á netföngum ferðamanna sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Nánari upplýsingar um Ferðamannapúlsinn