Nýleg könnun gefur til kynna að sumar sé vinsælasta árstíð þjóðarinnar en vetur sé í minnstu uppáhaldi.
Helmingur Íslendinga segir að sumar sé sín uppáhalds árstíð, en einungis 3% segja að vetur sé sín uppáhalds árstíð.

total_arstidir_v01.PNG

Áhugavert er að sjá að fólk undir fimmtugu er töluvert líklegra til að segja að sumarið sé sín uppáhalds árstíð heldur en fólk yfir fimmtugu, sem virðist hafa meira dálæti á vorinu heldur en þau sem yngri eru. Sumarið hefur einnig nokkru meira fylgi á höfuðborgarsvæðinu og meðal karla.

greiningar_arstidir_v02.PNG

Spurt var:

  • Hver er þín uppáhalds árstíð?

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 29. september til 10. október 2023. Heildarúrtaksstærð var 1.693 og þátttökuhlutfall var 48,7%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.