Í Kastljósþætti gærkvöldsins var rætt um fylgiskannanir og hversu vel þær endurspegla niðurstöður kosninga. Ein af tilgátunum sem þar komu fram var að ákveðnir flokkar nái inn meira fylgi á kjördag en kannanir sýna, vegna þess að þær séu með efri aldursmörk og endurspegli því ekki skoðanir elsta aldurshópsins.

Þessa misskilnings hefur gætt víðar í umræðunni undanfarið og því viljum við hjá Gallup árétta að í fylgismælingum Gallup eru Íslendingar 18 ára og eldri spurðir um afstöðu sína og engin efri mörk eru á aldri þeirra sem eru spurðir. Svörin eru svo vigtuð til þess að endurspegla raunverulega samsetningu þjóðarinnar.