Eurovisionvísitala Gallup var mæld í fyrsta skipti í ár og mældist 7 stig. Eins og sjá má á myndinni gáfu þó flestir Eurovision 8 stig, en vísitalan er reiknuð sem meðaltal á hinum hefðbundna 0 til 12 Eurovision kvarða:

svardreifing_visitala_v01.PNG

Þátttakendur voru einnig spurðir um gæði laganna í ár, þar sem 36% þjóðarinnar taldi gæði laganna mjög eða frekar góð, en 27% töldu lögin almennt mjög eða frekar slæm.

god_slaem_log_v03.PNG

Þau sem horfðu á Eurovision lokakvöldið voru spurð:

  • Hversu mörg stig fær Eurovision frá þér í ár?
  • Hversu góð eða slæm fannst þér lögin í Eurovision í ár?

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 17. til 26. maí 2023. Heildarúrtaksstærð var 1.705 og þátttökuhlutfall var 49,9%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.