Framsóknarflokkurinn var oftast nefndur þegar Gallup spurðu Íslendinga í síðsta mánuði hvaða flokka það vildi sjá í nýrri ríkisstjórn, næst Vinstri græn og þar á eftir Sjálfstæðisflokkur og Samfylking. Nær 71% nefnir Framsóknarflokkinn, ríflega 64% Vinstri græn, nær helmingur Sjálfstæðisflokkinn og tæplega 47% Samfylkinguna. Rúmlega 34% nefna Pírata, nær þriðjungur Flokk fólksins, tæplega 32% Viðreisn og nær þrír af hverjum tíu Miðflokkinn.

Hvaða flokkar, tveir eða fleiri, myndir þú vilja að mynduðu nýja ríkisstjórn? - Þeir flokkar sem voru nefndir í einhverri samsetningu

Hvaða flokk í ríkisstjónr_des 2018

Fleiri karlar en konur sögðust vilja sjá Framsóknarflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Flokk fólksins og Miðflokkinn í ríkisstjórn. Þeir sem eldri eru vildu frekar sjá Framsóknarflokkinn, Flokk fólksins og Miðflokkinn í ríkisstjórn en þeir sem yngri eru. Íbúar landsbyggðarinnar vildu frekar sjá Framsóknarflokkinn, Flokk fólksins og Miðflokkinn í ríkisstjórn en íbúar höfuðborgarsvæðisins, en íbúar höfuðborgarsvæðisins vildu frekar sjá Pírata og Viðreisn í ríkisstjórn en íbúar landsbyggðarinnar.

Þeir sem hafa hærri fjölskyldutekjur vildu að jafnaði frekar sjá Sjálfstæðisflokkinn og Viðreisn í ríkisstjórn en þeir sem hafa lægri fjölskyldutekjur. Þeir sem hafa lægri fjölskyldutekjur vildu aftur á móti að jafnaði frekar sjá Vinstri græn, Pírata og Flokk fólksins í ríkisstjórn en þeir sem hafa hærri fjölskyldutekjur.

Þeir sem hafa lokið háskólaprófi vildu frekar sjá Samfylkingu, Vinstri græn, Pírata og Viðreisn í stjórn en þeir sem hafa ekki lokið háskólaprófi. Þeir sem hafa minni menntun að baki vildu aftur á móti frekar sjá Framsóknarflokkinn, Sjálfstæðisflokkinn, Flokk fólksins og Miðflokkinn en þeir sem hafa lokið háskólaprófi.

Mikill munur er á því hve margir nefndu viðkomandi flokk eftir því hvaða flokk fólk kaus. Flestir sögðust vilja sjá þann flokk sem það kaus í ríkisstjórn en þó áberandi færri meðal kjósenda Viðreisnar en annarra flokka, eða um 86% á móti um 97 - 100% hjá öðrum flokkum.

Hvað kaustu_des 2017

Mjög misjafnt er hvaða samsetningar fólk nefndi þegar það er spurt hvaða flokkar það vildi að mynduðu nýja ríkisstjórn. Það eru því tiltölulega fáir sem nefndu hverja samsetningu og ekki er marktækur munur á fjölda þeirra sem nefndu hverja samsetningu og fjölda þeirra sem nefndu næstu samsetningu á eftir á myndinni hér fyrir neðan. Þeir flokkar sem oftast voru nefndir saman eru þó þeir flokkar sem nú hafa myndað stjórn; Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn, en rúmlega 11% þeirra sem tóku afstöðu nefndu þessa samsetningu. Næstalgengasta samsetningin var Framsóknarflokkur, Sjálfstæðisflokkur, Flokkur fólksins og Miðflokkurinn en rúmlega 10% nefndu þá samsetningu.

Hvaða flokk í ríkisstjórn_des 2017

Mikill munur var á því hvaða flokka fólk vildi sjá saman í ríkisstjórn eftir því hvaða flokk það kaus. Um eða yfir fjórðungur kjósenda Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins vildi sjá Sjálfstæðisflokk, Framsóknarflokk og Vinstri græn mynda ríkisstjórn en einungis um 3% kjósenda Vinstri grænna.

Hvað kaustu_b_des 2017

Spurt var:

  • Hvenær ákvaðstu endanlega að kjósa það sem þú kaust? (svarmöguleikar voru mismunandi eftir því hvort svarendur kusu á kjördag eða utan kjörfundar)
  • Hvaða flokkar, tveir eða fleiri, myndir þú vilja að mynduðu nýja ríkisstjórn?

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem gerð var dagana 31. október til 14. nóvember 2017. Heildarúrtaksstærð var 2.840 og þátttökuhlutfall var 57,2%. Einstaklingar voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Nánari upplýsingar um Þjóðarpúls Gallup