Tæplega 24% þeirra sem taka afstöðu styðja ríkisstjórnina. Engin ríkisstjórn hefur mælst með minni stuðning í Þjóðarpúlsi Gallup síðan mælingar hófust fyrir 30 árum.
Helsta breyting milli mælinga er að fylgi Sjálfstæðisflokks minnkar um þrjú prósentustig, fylgi Miðflokks eykst um þrjú prósentustig og fylgi Vinstri grænna eykst um nær prósentustig. Liðlega 14% þeirra sem taka afstöðu kysu Sjálfstæðisflokkinn ef kosið yrði til Alþingis í dag. Þetta er minnsta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í Þjóðarpúlsi Gallup frá upphafi mælinga. Næstum 19% kysu Miðflokkinn, sem er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mæst með. Rösklega 4% kysu Vinstri græn. Breytingin á fylgi annarra flokka milli mælinga er 0,2-0,8 prósentustig og er ekki tölfræðilega marktæk. Rúmlega 26% kysu Samfylkinguna, ríflega 10% kysu Viðreisn, tæplega 8% Pírata og Flokk fólksins, rúmlega 6% kysu Framsóknarflokkinn og liðlega 5% Sósíalistaflokk Íslands.
Þróun á fylgi flokka má sjá hér.