Við hjá Gallup þökkum þeim 150 gestum sem komu á INNSÝN Í MANNAUÐINN fyrir frábæran dag. Myndir frá ráðstefnunni má nálgast á Facebook síðu Gallup.

Á ráðstefnunni voru kynntar niðurstöður úr nýrri könnun á íslenskum vinnumarkaði og veitt innsýn í fyrirbyggjandi þætti í stjórnun og starfsumhverfinu. Fyrirlesarar voru Tómas Bjarnason frá Gallup, Marta Gall Jörgensen frá Gallup, Hallur Hallsson frá Gallup, Dr. Arnold Bakker prófessor hjá Erasmus Univesity í Rotterdam, Sturla J Hreinsson frá Landsvirkjun og Dr. Colin Roth frá Black Box/Open. Ráðstefnustjóri var Hildur Jóna Bergþórsdóttir.