Niðurstöður Umhverfiskönnunar Gallup 2018 voru kynntar á Umhverfisráðstefnu Gallup sem haldin var í Hörpu þann 18. janúar. Niðurstöðurnar og upptökur af öllum erindum dagsins má nálgast hér.

Á ráðstefnunni ávarpaði Guðmundur Ingi Guðbrandsson umhverfis- og auðlindaráðherra ráðstefnugesti. Fulltrúar stofnana og fyrirtækja héldu einnig erindi um helstu áform þeirra í umhverfis- og loftslagsmálum. Meðal framsögumanna voru Halla Hrund Logadóttir, stofnandi og meðstjórnandi miðstöðvar Norðurslóða, Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri, Hlédís Sigurðardóttir verkefnastjóri hjá Arion banka, Sunna Gunnars Marteinsdóttir verkefnastjóri hjá Mjólkursamsölunni, Birna Ósk Einarsdóttir framkvæmdastjóri þjónustuupplifunarsviðs Icelandair, Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, Sigrún Ósk Sigurðardóttir aðstoðarforstjóri Vínbúðarinnar, Óli Grétar Blöndal Sveinsson framkvæmdastjóri þróunarsviðs Landsvirkjunar, Kristín Linda Árnadóttir forstjóri Umhverfisstofnunar, Heiðrún Lind Marteinsdóttir framkvæmdastjóri SFS og Líf Magneudóttir borgarfulltrúi. Arna Frímannsdóttir hjá Gallup stýrði fundinum.

Við hjá Gallup og okkar góðu samstarfsaðilar viljum þakka þeim 150 manns sem mættu kærlega fyrir frábæran dag.