Sumardaginn fyrsta drógum við út tvo svarendur úr Viðhorfahópi Gallup sem munu rúlla inn í sumarið á flunkunýjum Xiaomi rafmagnshlaupahjólum. Það voru þau Kristbjörg Wolff Ólafsdóttir og Unnar Sunnevuson sem duttu svona rækilega í lukkupottinn og það gladdi okkur hjá Gallup sannarlega að afhenda þeim verðlaunin sín á dögunum.

Kristbjörg var að njóta sólarinnar þegar við heimsóttum hana og hún gat varla beðið eftir að prófa nýju græjuna á götum Garðabæjar. Unnar vinnur sem hundasnyrtir í Kópavoginum og var umvafinn ánægðum viðskiptavinum þegar hann fékk sitt hjól í hendurnar. Til hamingju Kristbjörg og Unnar og gleðilegt sumar!

Hlaupahjól_kristbjorg

Viltu vera með í Viðhorfahóp Gallup?

Viðhorfahópur Gallup samanstendur af um 30.000 einstaklingum sem vilja hafa áhrif og segja sína skoðun. Í hverjum mánuði eiga þeir sem svara könnunum á netinu m.a. möguleika á að vinna 50.000 króna gjafabréf. Skráðu þig hér!