Könnun Gallup leiddi í ljós að 86% sögðust vera ánægð með veðrið í sumar, 6% kváðust óánægð, en 8% voru hvorki ánægð né óánægð.
Nokkur munur var eftir búsetu, en yfir 90% þeirra sem búsett eru á höfuðborgarsvæðinu eða á Vesturlandi voru ánægð með veðrið í sumar, en minnst var ánægjan á Austurlandi, þar sem 47% íbúa kváðust ánægðir með veðrið í sumar.

Hlutfall Íslendinga sem voru ánægðir með veðrið í sumar, eftir búsetu:

sumarvedur_v01.PNG

Niðurstöður endurspeglar að nokkru leyti hitafrávik í júlímánuði, en á vef Veðurstofunnar má sjá að hlýrra var á sunnan- og vestanverðu landinu, á meðan júlí var kaldur á norðan- og austanverðu landinu (sjá nánar: https://www.vedur.is/um-vi/frettir/tidarfar-i-juli-2023).

vedurstofan_v01.PNG

Upplýsingar um könnunina:

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 25. ágúst til 5. september 2023. Heildarúrtaksstærð var 1.692 og þátttökuhlutfall var 49,3%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Spurt var:
Ert þú ánægð(ur) með veðrið í sumar?