Unndís Ýr Unnsteinsdóttir datt svo sannarlega í lukkupottinn í vikunni þegar hún vann glæsilegt rafmagnshlaupahjól í happdrætti Viðhorfahóps Gallup. „Ég hef aldrei áður unnið neitt í svona leikjum, ég trúi þessu bara ekki“ sagði Unndís þegar hún fékk tilkynningu um vinninginn. Unndís var enn í sumarskapi og brosti allan hringinn undir sóttvarnargrímunni þegar við afhentum henni hjólið í haustblíðunni í Hlíðunum. Unndís Ýr er 20 ára, stundar nám á félagsfræðibraut við Menntaskólann í Hamrahlíð og var bara nýbúin að svara sinni fyrstu könnun frá Gallup á netinu þegar við heyrðum í henni.

Við óskum Unndísi Ýr innilega til hamingju og þökkum henni fyrir að segja sína skoðun í Viðhorfahópi Gallup.

Vilt þú vera með í Viðhorfahóp Gallup? Með því að skrá þig og svara a.m.k. einni könnun átt þú möguleika á að vinna rafmagnshlaupahjól eða Airpods Pro, við drögum út tvo heppna mánaðarlega til áramóta.