Nokkrar sveiflur eru á brún íslenskra neytenda um þessar mundir. Væntingavísitala Gallup hækkar um hartnær níu stig samhliða fjölgun ljósasería og mælist nú rétt undir 100 stiga jafnvægispunktinum. Gildi vísitölunnar nú er 95,7 stig sem er 20 stigum hærra en á sama tíma í fyrra.

Það að Væntingavísitala Gallup sé á tilteknum tíma 100 (lárétta línan á myndinni) merkir að það eru jafn margir jákvæðir og neikvæðir svarendur. Ef hún er hærri eru fleiri jákvæðir og ef hún er lægri eru fleiri neikvæðir.

Væntingavísitala Gallup er byggð á fimm þáttum:

  • Mati á núverandi efnahagsaðstæðum
  • Væntingum til efnahagslífsins eftir 6 mánuði
  • Mati á núverandi ástandi í atvinnumálum
  • Væntingum til ástands í atvinnumálum eftir 6 mánuði
  • Væntingum til heildartekna heimilisins eftir 6 mánuði

Nánari upplýsingar um Væntingavísitölu Gallup