Kristófer Þorgrímsson er vinningshafi mánaðarins í Viðhorfahópi Gallup. Kristófer æfir frjálsar íþróttir hjá FH, er á topp 3 listanum yfir hröðustu hlaupara landsins í 100 metra hlaupi og stefnir á Ólympíuleikana. Við óskum Kristófer innilega til hamingju og hlökkum til að sjá hann í Tokyo 2020. Þátttaka í Viðhorfahópi Gallup er mikilvæg og varpar ljósi á skoðanir þjóðarinnar.