Ferðamannapúlsinn mældist 82,5 stig í desember af 100 stigum mögulegum sem er um 2 stigum hærra en í desember 2016 þegar Ferðamannapúlsinn mældist 80,6 stig.

Ferðamannapúls des 2018_mynd1

Ferðamannapúlsinn hæstur meðal Spánverja

Í desember var Ferðamannapúlsinn hæstur meðal ferðamanna frá Spáni eða 84,8 stig. Á hinn endann mældist Ferðamannapúlsinn lægstur meðal ferðamanna frá Kanada (76,5 stig).

Ferðamannapúls des 2017

Allir undirþættir hækka

Þegar litið er til undirþátta Ferðamannapúlsins mældust allir þættir hærri í desember 2017 heldur en í desember 2016. Sá þáttur sem hækkaði mest var ánægja með ferðina í heild sinni, sem hækkaði um nærri 3 stig milli ára. Tveir aðrir undirþættir hækkuðu umtalsvert; mat á því hvort Íslandsferðin hafi uppfyllt væntingar hækkaði um rúm 2 stig og mat á því hvort ferðin hafi verið peninganna virði hækkaði um nærri 2 stig.

Ferðamannapúls des 2017_mynd3

* Ferðamannapúlsinn er samstarfsverkefni Isavia, Ferðamálastofu og Gallup og byggja mælingar á netföngum ferðamanna sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Nánari upplýsingar um Ferðamannapúlsinn