Ferðamannapúlsinn breyttist lítið í maí og stendur í 82,7 stigum af 100 mögulegum en einkunnin í apríl var 83,2 stig. Ef litið er til þess hvernig staðan var fyrir ári síðan þá er Ferðamannapúlsinn marktækt lægri nú en í maí 2016 þegar hann mældist 86,4 stig.

Ferðamannapúls maí 2017_heild

Bretar og Frakkar óánægðastir í maí

Í maí er Ferðamannapúlsinn hæstur meðal Pólverja eða 88 stig. Þar á eftir koma Finnar með 86,5 stig og þá Þjóðverjar, Kínverjar og Norðmenn. Í maí var Ferðamannapúlsinn lægstur meðal ferðamanna frá Frakklandi og Bretlandi.

Ferðamannapúls 2018_hæstu_lægstu

Sterkari króna hefur áhrif

Umræðan um styrkingu krónunnar og neikvæð áhrif hennar á ferðaþjónustu og útflutning almennt hefur verið áberandi undanfarið. Einn af undirþáttum ferðamannapúlsins snýr að því hvort Íslandsferðin hafi verið peninganna virði. Sá þáttur hefur lækkað um tæp 7 stig síðastliðna 12 mánuði. Heildaránægja með Íslandsferð er hins vegar áfram góð og fólk er líklegt til þess mæla með landinu sem áfangastað.

Ferðamannapúls maí 2017_undirþættir

* Ferðamannapúlsinn er samstarfsverkefni Isavia, Ferðamálastofu og Gallup og byggja mælingar á netföngum ferðamanna sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Nánari upplýsingar um Ferðamannapúlsinn