Ferðamannapúlsinn í júní mældist 83,4 stig af 100 stigum mögulegum og er því 1,7 stigum hærri en á sama tíma í fyrra. Ferðamannapúlsin mældist hæstur meðal Ástrala (89,2 stig), þar á eftir eru Kanadabúar með 85,4 stig, en hann mældist lægstur meðal Breskra ferðamanna (80,6 stig).

Ferðamannapúls jún 2018 total

Erlendir ferðamenn mjög líklegir til að mæla með Íslandi sem áfangastað

Ferðamannapúlsinn er metinn út frá fimm undirþáttum: heildaránægju með ferðina, líkum á að mæla með Íslandi sem áfangastað, skynjun á gestrisni Íslendinga, hvort að ferðin hafi uppfyllt væntingar og hvort að ferðin hafi verið peninganna virði. Líkur á meðmælum er sá þáttur sem mældist hæstur í júní, eða 89,2 stig af 100 mögulegum á meðan mat ferðamanna á hvort ferðin hafi verið peninganna virði var sá þáttur sem mældist lægstur, eða 78,2 stig af 100 mögulegum.

Ferðamannapúls jún 2018 undirþættir

Ferðamenn gista lengur yfir sumarmánuðina

Meðfram mælingum á Ferðamannapúlsinum er ýmsum gögnum safnað um hegðun ferðamanna hér á landi og því má sjá ýmis árstíðatengd hegðanamynstur meðal ferðamanna. Eitt af því sem breytist yfir sumarmánuðina er að erlendir ferðamenn dvelja almennt lengur á landinu. Til að mynda jókst hlutfall ferðamanna sem dvöldu í fimm nætur eða lengur úr 55% í 65% milli mánaða, en þess má geta að ferðamenn sem gista í fimm nætur eða lengur eru almennt ánægðari heldur en þeir sem gista í fjórar nætur eða skemur.

Ferðamannapúls_dvaldi lengur en 5 nætur í júní

Mynd: Hlutfall ferðamanna sem dvaldi lengur en í fimm nætur á Íslandi eftir mánuðum ársins 2018

* Ferðamannapúlsinn er samstarfsverkefni Isavia, Ferðamálastofu og Gallup og byggja mælingar á netföngum ferðamanna sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Nánari upplýsingar um Ferðamannapúlsinn