Þann 24. september næstkomandi stendur Mannauðsrannsóknir og -ráðgjöf Gallup fyrir námskeiði um jákvæð inngrip. Á námskeiðinu verða m.a. kynntar niðurstöður rannsókna um áhrif jákvæðra tilfinninga á frammistöðu í starfi og kenndar aðferðir sem einstaklingar og teymi geta tileinkað sér til að stuðla að jákvæðum tilfinningum.

„Fólk sem upplifir jákvæðar tilfinningar er lausnamiðaðra en ella og sér fleiri tækifæri, sem leiðir meðal annars til aukinnar nýsköpunar. Þá eykst þrautseigja og úthald við að ráða fram úr flóknum verkefnum og erfiðleikum“ segir Sóley Kristjánsdóttir sem mun leiðbeina á námskeiðinu ásamt Mörtu Gall Jörgensen. Báðar eru þær sérfræðingar á mannauðssviði Gallup.

Námskeiðið fer fram hjá Gallup, Álfheimum 74 í Reykjavík og er ætlað öllum þeim sem vilja hafa áhrif á eigin frammistöðu og annarra, jafnt fyrir stjórnendur og starfsfólk.

Nánari upplýsingar og skráning er hér.