Þriðjudaginn 22. mars verður Umhverfisráðstefna Gallup haldin fimmta árið í röð, í Norðurljósasal Hörpu. Á ráðstefnunni verða nýjar niðurstöður Umhverfiskönnunar Gallup kynntar, en þar verður farið yfir viðhorf og hegðun Íslendinga í tengslum við umhverfismál og loftslagsbreytingar.

Í kjölfarið munu samstarfsaðilar Gallup halda örerindi og kynna hvernig þau horfa til framtíðar varðandi umhverfismál og loftslagsbreytingar.

Formaður Loftslagsráðs, Halldór Þorgeirsson flytur ávarp og ráðstefnustjóri er Heiður Hrund Jónsdóttir frá Gallup.

Nánari upplýsingar og skráning