Þann 24. mars næstkomandi halda Gallup og samstarfsaðilar Umhverfisráðstefnu Gallup þar sem kynntar verða glóðvolgar niðurstöður nýrrar könnunar meðal Íslendinga um viðhorf og hegðun í tengslum við umhverfismál og loftlagsbreytingar. Einnig munu samstarfsaðilar Gallup halda örerindi og kynna hvernig þau horfa til framtíðar varðandi umhverfismál og loftslagsbreytingar.

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson flytur ávarp, ráðstefnustjóri er Bergur Ebbi og verður viðburðurinn í streymi á Vísi og Facebook síðu Gallup.

Nánari upplýsingar og skráning