Fjölmiðlar hafa undanfarna daga fjallað um markaðsrannsókn sem Gallup framkvæmdi fyrir viðskiptavin. Af gefnu tilefni skal tekið fram að Gallup er hlutlaust rannsóknarfyrirtæki sem fylgir skilgreindum vinnuferlum um framkvæmd rýnihópa. Rýnihópar eru þekkt aðferðafræði í markaðsrannsóknum sem veita innsýn í viðhorf og upplifun þátttakenda. Þátttakendur í rýnihópa eru valdir með tilliti til þeirrar vöru eða þjónustu sem verið er að kanna hverju sinni.

Í þessu tilfelli var um að ræða rannsókn sem gerð hefur verið í mörgum löndum í þeim tilgangi að þróa vöru og notendaviðmót. Það skal tekið fram engir spilavinningar voru í boði fyrir þátttakendur.

Gallup harmar að blaðamaður hafi villt á sér heimildir og birt upptökur án samþykkis þeirra sem í hlut eiga.