Gallup veitti Umhyggju styrk að upphð 150.000 kr. síðast liðinn föstudag. Styrkurinn er veittur fyrir hönd þeirra meðlima í Viðhorfahópi Gallup sem ánöfnuðu umbun sinni fyrir þátttöku í könnun til Umhyggju.

Umhyggja er félag sem vinnur að bættum hag langveikra barna og fjölskyldna þeirra og eru nánari upplýsingar um félagið hér.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Rögnu K. Marinósdóttur veita styrknum viðtöku fyrir hönd Umhyggju úr höndum Sóleyjar Valdimarsdóttur starfsmanns Gallup.