Væntingavísitala Gallup mælist 121,3 stig í júní og lækkar lítillega milli mánaða en lækkunin nemur 14 stigum sé litið til sama tíma í fyrra. Það að væntingavísitala Gallup sé á tilteknum tíma 100 (lárétta línan á myndinni) merkir að það eru jafn margir jákvæðir og neikvæðir svarendur.

Væntingavísitala Júní 2017

Mat á núverandi ástandi ekki hærra í áratug

Núverandi ástand í efnahags- og atvinnumálum er gott að mati íslenskra neytenda og þarf að leita aftur til ársins 2007 til að finna jafn hátt gildi, en mat á núverandi ástandi hækkar um rúm 10 stig milli mánaða og mælist nú 162,7 stig.

Nánari upplýsingar um Væntingavísitölu Gallup