Væntingavísitala Gallup mælist á svipuðu róli og í júlímánuði. Milli mælinga lækkar vísitala um liðlega tvö stig og mælist nú 106,1 stig sem er tæpum 24 stigum lægra gildi en á sama tíma í fyrra.

Væntingavísitala ágúst 2017

Mat á núverandi ástandi áfram hátt

Mat á núverandi ástandi mælist áfram hátt en nokkurrar svartsýni gætir á aðstæður í efnahags- og atvinnumálum eftir sex mánuði í samanburði við stöðuna í dag. Þannig telja rúm 34% svarenda að aðstæður í efnahagslífinu verði verri en þær eru í dag á meðan um 8% telja að aðstæður batni enn frekar.

Nánari upplýsingar um Væntingavísitölu Gallup