Það er mikilvægur þáttur í starfsemi Viðhorfahóps Gallup að styðja við góð málefni. Á dögunum veitti Gallup, fyrir hönd þátttakenda í Viðhorfahópnum, þrjá styrki til eftirfarandi samtaka og er það von okkar að þeir komi að góðum notum.

Einstök börn

Einstök börn er stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða sjaldgæf heilkenni. Í félaginu eru rúmlega 400 fjölskyldur sem sækja styrk til hvers annars, deila reynslu og vinna að bættum hag barna sinna.

Mynd af Guðrúnu Helgu Harðardóttur, framkvæmdastjóra Félags Einstakra barna

Mynd: Guðrún Helga Harðardóttir, framkvæmdastjóri félags Einstakra barna

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna styður við bakið á krabbameinsveikum börnum og fjölskyldum þeirra, bæði fjárhagslega og félagslega, og til að berjast fyrir réttindum þeirra. Félagið á og rekur meðal annars nokkur hvíldarheimili þar sem fjölskyldur barna í meðferð geta komist í skjól þegar á þarf að halda.

Mynd af Grétu Ingþórsdóttur, framvkæmdastjóra Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna

Mynd: Gréta Ingþórsdóttir, framkvæmdastjóri Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna

Píeta samtökin

Píeta samtökin veita fyrstu hjálp, stuðning og meðferð fyrir þá sem eru í sjálfsvígshættu. Samtökin leggja mikið upp úr því að vera alltaf til staðar og er Píetasíminn því opinn allan sólarhringinn. Sérþjálfað starfsfólk samtakanna sér um símsvörun í síma 552 2218.

Píeta.jpg

Mynd: Inga María Hjartardóttir, markaðs- og upplýsingafulltrúi Píeta samtakanna.

Nánar um Viðhorfahóp Gallup