Vinnuálag, streita, kulnun og heilsuefling

Þegar kröfur í vinnunni eru umfram þær bjargir sem starfsfólk telur sig hafa upplifir það streitu. Flestir upplifa vinnutengt álag og streitu einhvern tíma á starfsævinni. Orsakirnar geta verið af margvíslegum toga og áhrifanna gætir ekki einungis í líðan starfsfólks, til dæmis í aukinni vanlíðan, versnandi heilsu, fleiri fjarvistum og minni helgun, heldur einnig í framleiðni og afköstum.

Mikilvægt er að stjórnendur líti ekki svo á að streita sé einkamál starfsmanna heldur leggi sig fram við að skapa aðstæður á vinnustaðnum sem stuðla að réttu álagi og hugarfari til að draga úr streitu. Gallup hefur rannsakað álag, streitu og kulnun starfsfólks á Íslandi í áratugi og hafa því ráðgjafar okkar umtalsverða þekkingu á efninu.

Markmið

Markmið námskeiðsins er að draga fram orsakir og einkenni streitu, áhrif streitu á dagleg störf og hvernig hægt er að auka bjargir fólks og draga úr streitu með hugsun og hegðun.

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

  • Þekkja hvað streita er og helstu orsakir hennar
  • Þekkja hvað er hægt að gera til að draga úr streituvaldandi þáttum á vinnustaðnum
  • Þekkja hver eru áhrif hugarfars og vinnustaðamenningar á streitu?
  • Leiðir til að vinna með og draga úr streitu.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað stjórnendum jafnt og starfsfólki sem vilja auka þekkingu sína á streitu.

Annað

Lengd námskeiðs er breytileg, en það getur verið frá 1-3 klst., eitt eða fleiri skipti. Það fer eftir hversu ítarlegt það er og hversu mikil áhersla er á verkefnavinnu.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar til að fá nánari upplýsingar og bóka námskeið.


Fleiri áhugaverð námskeið: