Hugarfar grósku

Hugarfar hefur mikil áhrif hvernig við tökumst á við þau verkefni sem við stöndum frammi fyrir hverju sinni. Hugarfar grósku (e. growth mindset) einkennist af því viðhorfi að vinnusemi og seigla skipti sköpum í árangri. Að trúa því að maður geti lært af reynslunni og tekið þannig framförum.

Slíkt hugarfar gerir að verkum að við ráðum betur við mótlæti, erum tilbúnari til að takast á við áskoranir og breytingar, erum framsýnni, meira skapandi og náum frekar markmiðum okkar en ef svokallað fastheldið hugarfar (e. fixed mindset) er ríkjandi.

Hugarfar grósku er á færi allra að tileinka sér!

Markmið

Markmiðið með þessu námskeiði er fyrst og fremst að þátttakendur þekki mismunandi hugarfar, þá sérstaklega hugarfar grósku, og leiðir til að tileinka sér það.

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

  • Þekkja hugarfar grósku og áhrif þess á líðan og frammistöðu
  • Vera færir um að bera kennsl á eigið hugarfar, jafnt til verkefna daglegs lífs og í vinnu
  • Þekkja og hafa prófað skilvirkar og markvissar leiðir til að tileinka sér hugarfar grósku

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað bæði stjórnendum og starfsfólki sem vill hafa áhrif á eigin frammistöðu og annarra.

Annað

Hafðu samband við ráðgjafa okkar til að fá nánari upplýsingar og bóka námskeið.