Liðsheild og gildi

Góð liðsheild einkennist af einingu meðal starfsfólks um hvert skuli stefna og með hvaða hætti skuli vinna að markmiðunum. Þá einkennist góð liðsheild einnig af því að fólki líkar vel við hvert annað, traust ríkir innan teymisins/vinnustaðarins og samskipti eru jákvæð.

Gildi eru skilvirk leið til að ýta undir sameiginlega sýn á stefnu og skapa einingu um hvernig skuli vinna verkefni. Gildi fela í sér ákveðnar hegðunarleiðbeiningar, auðvelda starfsfólki að taka ákvarðanir, stórar sem smáar og auka traust milli fólks. Útkoman er aukin liðsheild og betri árangur vinnustaðar.

Markmið

Markmið námskeiðs er að fjalla um birtingarmynd góðrar liðsheildar og leiðir til að þróa hana innan hópsins. Auk þess að þátttakendur verði færir um að leggja sitt að mörkum til að stuðla að góðri liðsheild.

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

  • Þekkja einkenni góðrar liðsheildar og áhrif áhrif sameiginlegra gilda á liðsheild
  • Þekkja leiðir til að stuðla að góðri liðsheild innan síns hóps

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað stjórnendum, mannauðsfólki og öðrum sem vilja styðja starfsmannahóp sinn til árangurs. Þá er það einnig ætlað starfsmannahópum þar sem þörf og vilji er fyrir að efla liðsheild og einingu innan hópsins.

Annað

Lengd námskeiðs er breytileg, en það getur verið frá 1-3 klst., eitt eða fleiri skipti. Það fer eftir hversu ítarlegt það er og hversu mikil áhersla er á verkefnavinnu.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar til að fá nánari upplýsingar og bóka námskeið.


Fleiri áhugaverð námskeið