Ferðamannapúlsinn hækkar um tæp 3 stig frá því sem hann var í desember en einkunnin í janúar er 83,5 stig af 100 mögulegum en var 80,6 stig í desember.

Ferðamannapúls janúar 2017_heild

Pólverjar ánægðastir

Í janúar var Ferðamannapúlsinn hæstur meðal ferðamanna frá Póllandi eða 89,8 stig. Þar á eftir komu Spánverjar með 86,3 stig og þá Bandaríkjamenn, Ástralir og Danir. Ferðamannapúlsinn er að þessu sinni lægstur meðal ferðamanna frá Hollandi, Svíþjóð og Kanada.

Ferðamannapúls janúar 2017_hæstu og lægstu

Allir undirþættir hækka milli mánaða

Allir undirþættir Ferðamannapúlsins hækka milli mánaða en mest hækka þættir sem snúa að því hvort ferðin hafi verið peningana virði, hvort Íslandsferðin hafi uppfyllt væntingar, sem og heildaránægja með Íslandsferðina.

Ferðamannapúls janúar 2017_undirþættir

* Ferðamannapúlsinn er samstarfsverkefni Isavia, Ferðamálastofu og Gallup og byggja mælingar á netföngum ferðamanna sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Nánari upplýsingar um Ferðamannapúlsinn